1000 manns hafa mætt í NÚVITUND hjá SÁÁ

Þriðja starfsárið hefst með 4 vikna námskeiði!

„Núvitundarkennslan byrjaði sem námskeið vorið 2015 en hefur síðan verið fastur liður í starfsemi SÁÁ í hádeginu á föstudögum,“ segir Ásdís Olsen, núvitundarkennari og markþjálfi. Ásdís hefur hefur séð um að kenna skjólstæðingum SÁÁ núvitund, sem er áhrifarík leið til að efla persónulega færni, auka vellíðan, sköpun, sátt, samstarfshæfni, ánægju og árangur fólks í lífi og starfi.

Alls hafa um 1000 manns kynnst núvitund hjá SÁÁ og eru núvitundartímarnir nú orðnir á annað hundrað. Hefðbundin þátttaka er um 30-90 gestir í hvert sinn – og sumir hafa mætt næstum alltaf.

Ásdís leggur áherslu á að allir séu velkomnir í núvitundartímana sem fara fram í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, í hádeginu á föstudögum frá kl. 12.10-12.50. Alltaf er frábær stemning og góð blanda af nýliðum og lengra komnum.

Ásdís miðlar öllum upplýsingum um viðburði og starfsemi í sérstakri Facebook-grúppu.

Í könnun sem við gerðum á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í núvitundartímunum sögðu:

  • 100% að þeir mæltu hiklaust með núvitundartímunum
  • 96% að þeir hefðu náð meiri hugarró og sátt
  • 85% að þeir hefðu lært aðferðir sem gagnast þeim til að forðast streitu og gremju
  • 80% að þeir ættu fleiri ánægjustundir og nytu lífsins betur
  • 80% að þeir ættu auðveldara með að vera vinsamleg/-ur við sjálfa sig og velja það sem er gott
  • 75% að þeir ættu auðveldara með að hlusta og skilja aðra og njóti samskipta betur
  • 75% að þeir hlökkuðu til að mæta í núvitundartímana á föstudögum
  • 68% að þeir ættu fleiri hamingjustundir

Ummæli námskeiðsgesta:

„Þessir tímar hafa bjargað lífi mínu!“

„Takk fyrir mig, frábær tìmi ????“

„Elska þetta prógram ????“

„Takk fyrir frábæran tíma Ásdis mín – þetta var akkúrat sem mig vantaði og ég sé það að ég geti notað mér þetta þegar upp koma aðstæður sem gera mig reyða eða sára ????“

„Þetta er best geymda leyndarmálið á Íslandi í dag“

„Ég hef áttað mig á hvað hugurinn hefur leikið mig grátt og hvað það er gott að vera ekki á valdi hans“

„Ég hef lært að lært að njóta lífsins“

„Andrýmið virkar eins og galdur þegar eitthvað setur mig útaf laginu“