130 í meðferð á jólunum

jol-vogur

Rúmlega 130 einstaklingar verða í meðferð hjá SÁÁ yfir hátíðarnar. Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi og starfsfólk leggur sig fram við að skapa hlýlega jólastemmningu. Eins og undanfarin ár verður boðið upp á hátíðarmat og allir fá bók í jólapakka á aðfangadagskvöld.

„Meðferð á þessum hátíðardögum er fyrir suma enn meiri yfirlýsing um góðan ásetning til að taka ábyrgð á þeim alvarlega sjúkdómi sem fíknsjúkdómurinn er. Margir fjölskyldumeðlimir eru líka þakklátir og geta andað léttar þegar ástvinir þeirra eru í skjóli og góðu yfirlæti þessa daga.“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.

SÁÁ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Munum eftir samverustundum á aðventunni, förum vel með hvert annað og njótum hátíðanna!

Gleðileg jól!