Styrkti SÁÁ á sjötugsafmælinu!

Sigrún Ósk Ingadóttir hélt upp á 70 ára afmælið sitt á dögunum. Sigrún afþakkaði gjafir í tilefni afmælisins en bað fjölskyldu og vini þess í stað um að styðja við starf SÁÁ.

SÁÁ þakkar Sigrúnu Ósk kærlega fyrir góða gjöf sem mun koma sér afar vel í starfi samtakanna!

Myndin var tekin þegar þau hjónin, Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ósk Ingadóttir, komu við í Efstaleitinu og afhentu SÁÁ afraksturinn.