200 komu á dansnámskeið

„Það hefur aldrei verið jafnmikill kraftur í þessu,“ segir Hilmar Kristensson, forsprakki og formaður Skemmiklúbbs SÁÁ, um félagsstarfið.
Klúbburinn var stofnaður í haust. Hann hefur staðið fyrir danskennslu á námskeiðum sem haldin voru nokkra sunnudaga í haust. Alls sóttu um 200 manns námskeiðin. Um var að ræða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í salsadönskum og námskeið sem heitir Verðum dansfær þar sem kennt var tjútt, djæf og fleiri dansar.

Dansleikir eru haldnir á laugardagskvöldum aðra hverja viku og annan hvorn föstudag spilakvöld þar sem spiluð er vist. Dansæfingar eru alla miðvikudaga.

Hilmar leggur áherslu á að allir séu velkomnir í starfið sem fer allt fram í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7 nema Nýársfagnaðurinn sem haldinn verður að kvöldi nýársdags en vegna mikillar aðsóknar þurfti að færa hann í Haukahúsið í Hafnarfirði.

Skemmtiklúbbur SÁÁ miðlar öllum upplýsingum um viðburði og starfsemi á sérstakri Facebook-síðu.