40ara.is – vefur velunnara og vina SÁÁ á afmælisárinu

SÁÁ verður 40 ára þann 1. október næstkomandi og í tilefni af 40 ára afmælisári SÁÁ hefur verið settur upp vefurinn 40ara.is  þar sem vinir og velunnarar SÁÁ sýna stuðning sinn við samtökin við verki.

Eins og kunnugt er tímamótunum í haust meðal annars fagnað með því að taka í notkun nýja meðferðarstöð sem verið er að reisa á landi samtakanna á Vík á Kjalarnesi. Á afmælisárinu verður því öll heilbrigðisþjónusta SÁÁ komin í framúrskarandi gott húsnæði sem samtökin hafa byggt fyrir sjálfsaflafé. Allur aðbúnaður og öryggi mun uppfylla ströngustu kröfur eftirlitsaðila.

SÁÁ er ekki einkaaðili í heilbrigðisrekstri heldur grasrótarsamtök sem urðu að almannafélagi sem berst fyrir hagsmunum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Í slíku almannafélagi er falinn mikill styrkur þegar margir koma saman og láta gott af sér leiða.

Takk fyrir stuðninginn í gegnum árin og til hamingju með afmælisárið.

Sjá vefinn 40ara.is.