Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn föstudaginn 6 júní í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7 í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 17.

Störfum aðalfundar er háttað í samræmi við ákvæði í lögum félagsins.

Samkvæmt þeim skulu þessi mál tekin til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi samtakanna á liðnu starfsári.
  2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar.
  3. Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær. (Sjá neðst)
  4. Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoðenda.
  5. Tekin ákvörðun um félagsgjöld.
  6. Önnur mál.

Aðalstjórn samtakanna skipa 48 menn. Kjörtími stjórnarmanna er þrjú ár og skulu sextán kjörnir á hverjum aðalfundi auk sjö varamanna til eins árs.

Framkvæmdastjórn skal skipuð níu mönnum sem aðalstjórn kýs úr sínum hópi til eins árs á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund. Skal formaður kosinn sérstaklega og er hann jafnframt formaður aðalstjórnar, að öðru leyti skiptir framkvæmdastjórn með sér verkum.

Höfuðtilgangur Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann er að útrýma vanþekkingu og fordómum á áfengisvandamálinu og hafa áhrif á almenningsálitið með fræðslu um eðli sjúkdómsins alkóhólisma og að starfrækja afvötnunar- og endurhæfingarstöðvar fyrir alkóhólista og aðra vímuefnamisnotendur.

Sjá nánar í lögum félagsins.

 

Sjá lagabreytingartillögur til aðalfundar 2014 hér. Breytingar auðkenndar með rauðu letri.