Áfengisráðgjafar luku námi

Í tengslum við aðalfund SÁÁ 2. júní voru afhent prófskírteini frá skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk þeim tveimur nemendum sem lokið hafa prófum þar á þessari önn.

Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir var útskrifuð eftir að hafa staðist lokapróf til löggildingar á starfsheitinu áfengis- og vímuefnaráðgjafi.

Þá fékk Ágúst Fannberg Torfason afhent skírteini en hann hefur staðist fyrri hluta ráðgjafanámsins með láði.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, afhenti þeim Sigurbjörgu Önnu og Ágústi skírteinin.