Áfengisráðgjafar luku námi

Á aðalfundi SÁÁ, sem haldinn var í gær, voru fjórir áfengis- og vímuefnaráðgjafar útskrifaðir úr Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk eftir að hafa staðist lokapróf til löggildingar á starfsheitinu áfengis- og vímuefanráðgjafi. Að auki fengu fjórir ráðgjafanemar skírteini til staðfestingar því að þeir hefðu lokið forprófi sem þreytt er að loknum fyrsta áfanga námsins.

Þeir fjórir sem útskrifuðust í gær eru Gísli Steingrímsson, Björgvin Pálmason, Haraldur G. Ásmundsson og Torfi Hjaltason. Þau sem luku forprófi eru: Oddur Sigurjónsson, Guðrún Jónsdóttir, Ágúst Fannberg Torfason og Erla Magnúsdóttir.

Myndin var tekin af hópnum í gær þegar Þórarinn Tyrfingsson, lækningaforstjóri SÁÁ, og Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, afhentu prófskírteinin.

Sjá nánari upplýsingar um áfengis- og vímuefnaráðgjafa.