Afmælisfundur SÁÁ í Háskólabíói

Ykkur er öllum boðið í fertugsafmæli
– sunnudagskvöldið 1. október kl. 20.00 í Háskólabíó!

SÁÁ samtökin voru stofnuð á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói þann 1. október 1977. Næstkomandi sunnudagskvöld höldum við því upp á fertugsafmæli samtakanna á sama stað!

Sérstakur gestur afmælisfundarins verður forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson. Á dagskrá verða ræðuhöld og fjölbreyttur tónlistarflutningur: Karlakórinn Fóstbræður, KK band, Jóhanna Guðrún, Pálmi Gunnarsson og hljómsveit og Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur.

Takk fyrir stuðninginn við SÁÁ í 40 ár!

Allir hjartanlega velkomnir!