Ekki missa af afmælisráðstefnu SÁÁ um fíkn!

2.-4. okt. á Hilton Reykjavík Nordica

Ekki missa af einni viðamestu ráðstefnu um fíkn sem haldin hefur verið hér á landi. Á meðal gesta verða heilbrigðisráðherra, borgarstjóri, heimskunnir sérfræðingar og forystufólk úr stjórnmálum. Sérstakur gestur verður dr. Nora Volkow, forstjóri National Institute on Drug Abuse (NIDA).

Skráning hér >>

Ráðstefnan stendur yfir í þrjá daga en auðvitað sjálfsagt að velja úr það sem höfðar til hvers og eins. Dagskráin er fjölbreytt og því ættu allir sem hafa áhuga á þessum málaflokki að finna eitthvað við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vef ráðstefnunnar >>

Mánudaginn 2. október verða á dagskrá fjögur stutt málþing þar sem fjallað verður um fíkn og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Meðal þátttakenda eru Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, Helgi Gunnlaugsson, prófessor HÍ, Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Þriðjudaginn 3. október verða fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskrá ásamt málstofu um kannabis þar sem alþingismennirnir Pawel Bartoszek, Gunnar Hrafn Jónsson og Nichole Leigh Mosty verða meðal þátttakenda. Framsöguerindi um kannabis flytja m.a. Nora Volkow og Þórarinn Tyrfingsson.

Miðvikudaginn 4. október fjallar Kári Stefánsson um rannsóknir á erfðum fíknar sem Íslensk erfðagreining hefur stundað í samstarfi við SÁÁ. Þá verður einnig á dagskrá málstofa um menntun heilbrigðisstarfsfólks í fíknifræðum og margt fleira.