Ákall til varnar sjúkrahúsinu Vogi!

Hlustaðu á ákallið!

Hvað eiga Ari Eldjárn, Baggalútur, Birnir, Bubbi, Elín Ey, Geisha Kartel, GDRN, Hjálmar, Jói P og Króli, KK, Myrra Rós, Páll Óskar, Svala Björgvins, Víkingur Heiðar Ólafsson, Þorsteinn Einarsson og Kári Stefánsson sameiginlegt? Jú, þau koma öll fram á tónleikum í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag 8. nóvember kl. 20.00. Ókeypis er inn á tónleikana sem eru ákall til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu. Þjóðarátak til varnar sjúkrahúsinu Vogi og meðferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga á Íslandi, sjá nánar á viðburði á facebook.

Þá er einnig hafin undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka þegar í stað árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir til að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð, sjá undirskriftarlista akall.is.

SÁÁ heitir á alla sína velunnara að taka undir með þessu góða fólki – mæta á tónleikana og skrifa undir áskorunina!