Göngudeildin á Akureyri

Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Ef niðurstaða greiningarviðtals gefur tilefni til er viðkomandi lagður inn á sjúkrahúsið Vog í Reykjavík við fyrsta tækifæri og þá hefst hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Oft er hins vegar hægt að leysa vanda fólk án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma.

Flestir sjúklingar koma á göngudeildina að lokinni dvöl á Vogi eða að lokinni meðferð á Vík.

Aðstandendur og fjölskyldur fólks með fíknvanda geta einnig sótt margvíslega aðstoð og þjónustu á göngudeildina, sem og fólk með spilavanda.

Reglulega eru haldin fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm og eru þau auglýst sérstaklega á svæðinu.

Fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 18.00 eru haldnir kynningarfundir á göngudeildinni á Akureyri. Þar er fjallað um starfsemi SÁÁ, fíknsjúkdóma og meðvirkni og fyrirspurnum svarað eftir bestu getu.


Hópar hittast á göngudeildinni á Akureyri sem hér segir:

Eftirfylgni
Kvennahópar eru á þriðjudögum kl. 16.15 – 17.45
Karlahópar eru á miðvikudögum kl. 16.00 – 17.30

(Tekið á móti nýjum einstaklingum í hópana ½ klst fyrir fund)

Meðferðarhópar
Meðferðarhópur hittist alla þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10.30 – 12.30
Stuðningur er opinn þeim sem þurfa mán.-þri- og miðvikudaga kl. 9.30

Gjaldskrá göngudeildar
Viðtal við ráðgjafa á göngudeild kostar 3.200 kr. en örorkulífeyrisþegar greiða 1.700 krónur. Verð með afsláttarkorti er 1.900 krónur en örorkulífeyrisþegar með afsláttarkort greiða 910 krónur fyrir hvert viðtal.

Aðstandendaviðtal við ráðgjafa kostar 3.000 krónur.

Hópatími á göngudeild kostar 1.067 kr., en örorkulífeyrirsþegar greiða 567 krónur. Verð með afsláttarkorti er 633 krónur, en örorkulifeyrisþegar með afsláttarkort greiða 303 krónur fyrir tímann.

SAA_akureyri
Komur á ári

Forstjóri Sjúkrahússins Vogs er Valgerður Á. Rúnarsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum.

Hjúkrunarforstjóri er Þóra Björnsdóttir.

Yfirsálfræðingur SÁÁ er Ingunn Hansdóttir.

Dagskrárstjóri á Akureyri er Hörður J. Oddfríðarson

Göngudeildin á Akureyri
Hofsbót 4
600 Akureyri
Símar: 530 7600, 462 7611, 824 7609
Netfang: saa@saa.is