Álfasala SÁÁ er hafin!

Vegna samkomubanns getur árleg álfasala SÁÁ ekki farið fram eins og undanfarin 30 ár. Álfasala SÁÁ, sem er stærsta og mikilvægasta fjáröflun SÁÁ verður því með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Álfurinn er mættur á netið í ýmsum útgáfum og við vonum að allir geti fundið álf við sitt hæfi og deilt honum með vinum sínum á samfélagsmiðlum.

Starfsemi SÁÁ er sérstaklega viðkvæm nú á óvissutímum og búast má við því að vandi skjólstæðinga okkar muni verða alvarlegri í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. Fréttir eru af aukinni hörku vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og auknu heimilisofbeldi þar sem börnin eru því miður varnarlaus fórnarlömb. Efnahagslægðin sem blasir við mun auka enn frekar á þennan vanda og því afleitt ef þjónusta SÁÁ dregst saman vegna rekstrarvanda.

Álfurinn okkar hefur alltaf fengið frábærar viðtökur hjá landsmönnum og við vonum að stafræna álfinum verði eins vel tekið!

Finndu uppáhalds álfinn þinn hérna og styrktu SÁÁ.
#álfurinn2020 #SÁÁ