Álfasölufólk óskast!

alfur2019

Björgum fleiri mannslífum á 30 ára afmæli álfsins!

SÁÁ leitar nú að öflugu sölufólki á höfuðborgarsvæðinu sem vill taka þátt í að selja álfinn dagana 7. til 12. maí næstkomandi.

Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir félagasamtök, hópa og einstaklinga en um leið er álfasalan víðtækasta fjáröflunarverkefni hvers árs á vegum SÁÁ. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði. Einnig vantar fótgönguliða til að ganga í hús. Fín hreyfing og allir vinna!

Góð sölulaun í boði!

Þau sem eru áhugasöm hafi samband við Heimi í síma 824-7644 eða með tölvupósti í netfangið heimir@saa.is