Álfasölukóngur ársins!

alfasolukongur

Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, afhendir álfasölukóngi ársins,
Arnari Snæ Jóhannssyni, Ofur-Álfinn 2019!

Álfasölu SÁÁ er lokið og gekk salan á afmælisálfinum frábærlega. Yfir þúsund manns unnu við álfasöluna um land allt en álfasölukóngur ársins er Arnar Snær Jóhannsson, sem fékk afhentan Ofur-Álf 2019 í viðurkenningarskyni.

„Álfurinn er 30 ára í ár og landsmenn tóku afmælisálfinum vel,“ segir Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ. “Álfasalan er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna og hafa tekjurnar af henni skipt sköpum í þjónustu við ungt fólk. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn. Takk fyrir!"