Hringferð álfsins á hjóli lokið!

Vel var tekið á móti Arnóri Gauta Helgasyni, kokki á Vogi, en hann mætti galvaskur á Vog kl. 15 í dag eftir að hafa hjólað hringinn kringum landið á sjö dögum. Markmiðið var að vekja athygli á álfasölunni sem hefst 15. maí.

„Erfiðast var að hjóla Möðrudalsöræfin. Ég er mjög þreyttur en sáttur og finnst frábært að hafa gert þetta,“ sagði Gauti þegar hann renndi í hlað á Vogi.

Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði laugardaginn 5. maí og gekk vel, þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Gauti fékk snjó fyrstu tvo dagana, en rigningu eftir það. Með honum í för var Páll sem keyrði húsbíl. Leiðin sem Gauti hjólaði er samtals um 1.300 kílómetrar.

Dagskrá hjólaferðalagsins:
5. maí: Reykjavík – Laugarbakki, 198 km
6. maí: Laugarbakki – Akureyri, 199 km
7. maí: Akureyri – Reykjahlið, 104 km
8. maí: Reykjahlið – Egilstaðir, 164 km
9. maí: Egilstaðir – Höfn, 180 km
10. maí: Höfn – Kirkjubæjarklaustur, 204 km
11. maí: Kirkjubæjarklaustur – Reykjavík, 248 km

Einnig var hægt að fylgjast með á Snapchat: Alfurinn2018