Álfurinn 2015 kominn til landsins

Álfurinn 2015 er kominn í hús, gulur og vorlegur.

Árleg Álfasala SÁÁ mun hefjast 6. maí og eins og síðustu ár verður kjörorðið „Álfurinn fyrir unga fólkið“.

Það fé sem safnast verður nýtt í þágu Unglingadeildarinnar á Vogi og annars starfs SÁÁ í þágu barna og unglinga. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflun SÁÁ.

Álfur ársins kom úr skipi frá Hollandi í gær og var kössunum komið fyrir í geymslunum í Von, Efstaleiti, þar sem hann bíður þess að komast í hendur kaupenda þegar Álfasalan hefst þann 6. maí.

Sölustjórnar Álfsins, Þorkell Ragnarsson og Hilmar Kristensson, tóku á móti sendingunni.

Hilmar á sjálfur á allar árgerðir af Álfinum frá því fyrsta Álfasalan var haldin árið 1990.

Þeir félagar vinna nú að því að undirbúa Álfasöluna.

Á næstunni verður farið að auglýsa eftir sölufólki.

Áhugasamir geta látið vita af sér með því að senda tölvupóst á [netfang]thorkell@saa.is[/netfang] eða [netfang]hilmar@saa.is[/netfang]