Álfurinn

til bjargar mannslífum í 30 ár

Álfurinn er 30 ára!
fögnum saman og kaupum álfinn

ÞESS VEGNA TÖLUM VIÐ UM ÁLFINN FYRIR UNGA FÓLKIÐ

Álfasala SÁÁ hefur verið mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna í 30 ár. Fjármunir sem safnast eru notaðir til þess að greiða meðferð fyrir ungt fólk og tryggja að hægt sé að bjóða því bestu fáanlegu þjónustu.

Peningarnir fara líka í að borga fyrir sálfræðiþjónustu sem SÁÁ veitir börnum 8-18 ára sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm. Um 1.300 börn hafa þegar fengið slíka þjónustu hjá SÁÁ.

SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog í Reykjavík og meðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi. Einnig reka samtökin áfangaheimilið Vin og göngudeildir í Reykjavík og á Akureyri.

Frá upphafi hafa tæplega 26 þúsund einstaklingar komið í meðferð til SÁÁ.

ÁLFURINN FYRIR UNGA FÓLKIÐ

Álfasala SÁÁ hefur verið mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna í 30 ár. Fjármunir sem safnast eru notaðir til þess að greiða meðferð fyrir ungt fólk og tryggja að hægt sé að bjóða því bestu fáanlegu þjónustu.

Peningarnir fara líka í að borga fyrir sálfræðiþjónustu sem SÁÁ veitir börnum 8-18 ára sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm. Um 1.300 börn hafa þegar fengið slíka þjónustu hjá SÁÁ.

SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog í Reykjavík og meðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi. Einnig reka samtökin áfangaheimilið Vin og göngudeildir í Reykjavík og á Akureyri.

Frá upphafi hafa tæplega 26 þúsund einstaklingar komið í meðferð til SÁÁ.