Valmynd
english

Álfurinn – fyrir unga fólkið

Að þessu sinni er álfurinn að sjálfsögðu í landsliðslitunum í tilefni af þátttöku Íslands í HM í Rússlandi! ÁFRAM ÍSLAND!

Í ár fer álfasalan fram 15.-20. maí og er það í 28. sinn sem álfasölufólk fjölmennir um alla bæi, allt land og alla borg. Frá upphafi hefur samfélagið tekið álfinum opnum örmum og hafa tekjurnar skipt sköpum í þjónustu við ungt fólk. Sem dæmi um það sem gert hefur verið fyrir andvirði álfasölunnar má nefna uppbyggingu ungmennadeildarinnar við Sjúkrahúsið Vog og einnig hefur SÁÁ getað boðið börnum, sem eru aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm, upp á sálfræðimeðferð. Alls hafa um 1300 börn fengið 8 sálfræðiviðtöl hvert, í boði álfasölunnar síðustu 11 ár.

SÁÁ hvetur Íslendinga til að halda áfram að kaupa álfinn og stuðla þannig að því að ungt fólk geti náð bata og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.

SÁÁ treystir á stuðning hugsjónafólks – takk fyrir að kaupa álfinn!