Ár frá fyrstu skóflustungu

Rúmt ár er nú liðið frá því fyrsta skóflustunga að nýrri meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi var tekin þann 22. apríl 2016. Framkvæmdir hafa gengið að óskum, þaki hússins var lokað um miðjan febrúar sl. og fjölmennt reisugildi haldið þann 17. mars.

Vinna er nú í fullum gangi innanhúss og utan. Í sumar er svo verður svo ráðist í gagngera endurnýjum á meðferðarstöðinni sem fyrir er á Vík. Ráðgert er að þann 1. september verði öllum framkvæmdum lokið á staðnum, bæði við 3.000 fermetra nýbygginguna og endurnýjun eldra 800 fermetra hússins á staðnum og að nýja meðferðarstöðin verði komin í fullan gang áður en 40 ára afmæli SÁÁ verður fagnað þann 1. október í haust.

Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir sem teknar hafa verið meðan framkvæmdir hafa staðið yfir og myndband sem tekið var úr dróna á staðnum í dag, 24. apríl.