Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 komið út

Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 er komið út. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á tímabilinu 1977-2015. Frá því að ritið var síðast gefið út hafa bæst við upplýsingar fyrir árin 2010 til 2015.

Ársritið er að þessu sinni gefið út í tveimur heftum; í 1. hefti er texti með umfjöllun en í 2. hefti eru tölulegar upplýsingar á töflum, línuritum og öðrum grafískum myndum.

Þórarinn Tyrfingsson er höfundur ritsins en útgefandi er SÁÁ.

Ársritið er aðgengilegt hér á vef SÁÁ og er hægt að nálgast það með því að smella á tenglana hér á eftir: 1. hefti hér. 2. hefti hér.

Þau, sem óska eftir að fá ritið í prentaðri útgáfu og eru tilbúin að greiða kostnaðarverð fyrir, geta sent tölvupóst á netfangið saa@saa.is.