Ásdís Halla gestur Heiðursmanna

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur, athafnakona og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem verður haldinn fimmtudaginn 30. mars.

Ásdís Halla gaf út bókina Tvísaga, móðir, dóttir og feður þar sem lýst er óvenjulegum bakgrunni Ásdísar Höllu og lífshlaupi móður hennar. Hún var áður þjóðþekkt sem fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og sem þátttakandi í atvinnulífinu þar sem hún rekur m.a. fyrirtæki í hjúkrunarþjónustu og heilbrigðisrekstri.

Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.