ATHUGIÐ: Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C

SÁÁ tekur þátt í meðferðarátaki ásamt Landspítalanum og Embætti landlæknis til að meðhöndla alla sem eru með lifrarbólgu C hér á landi og útrýma þannig þessum skæða smitsjúkdómi á Íslandi. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead.

Unnt er að lækna lifrarbólgu C hjá flestum sjúklingum með viðeigandi lyfjagjöf. Einstaklingum sem eru smitaðir af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi býðst nú meðferð með nýjum og öflugum lyfjum vegna þessa samstarfsverkefnis.

Auk lyfjameðferðar stendur öllum til boða sem greinst hafa með veiruna fræðsla, meðferð og eftirfylgni sem hluti af þessu meiri háttar forvarnar- og lýðheilsuverkefni sem miðar að því að hefta útbreiðslu veirunnar og útrýma sjúkdómnum hér á landi.

Ef þú vilt taka þátt í meðferðarátakinu hafðu þá samband í síma 824 7600 eða 824 7602 eða með tölvupósti á netföngin thorarinn@saa.is eða valgerdur@saa.is .