Auglýst eftir nemum í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

shutterstock_1215639184

Lausar eru til umsóknar stöður nema í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100%. Um vaktavinnu er að ræða. Hjá SÁÁ starfar hópur fagfólks sem veitir meðferð við fíknsjúkdómi og vinna nemar undir þeirra handleiðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Námið fer fram á heilbrigðisstofnunum SÁÁ þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafanemar fá starfs- og námsaðlögun auk kennslu. Sjá nánar.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf nauðsynlegt
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð samstarfsfærni og geta til að vinna í teymum

Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og Sameykis.

Til að sækja um þarf að senda ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, meðmælendur og stutt greinargerð um hvers vegna þú hefur áhuga á starfinu.

Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á pallb@saa.is fyrir 12. desember nk.

Nánari upplýsingar veitir Páll Bjarnason, dagskrárstjóri hjá SÁÁ, sími 530-7600, netfang: pallb@saa.is