Auglýst eftir tilboðum í framkvæmdir á Vík

augl

SÁÁ auglýsir í dagblöðum í dag eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna áformaðra byggingaframkvæmda samtakanna á landi sínu við Vík á Kjalarnesi.

„Verkið nær til að gera viðbyggingar fullfrágengnar að utan og fokheldar að innan. Stærð viðbygginga er samtals 2.663 m2. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 17. janúar 2017,“ segir í auglýsingunni sem sést á mynd hér til hliðar og einnig er að hægt að nálgast í Fréttablaðinu hér. Tilboð verða opnuð 29. apríl.