Bætt þjónusta fyrir fólk með spilavanda

Auður Sigrúnardóttir, Úlfar Gauti Haraldsson, Magnús Snæbjörnsson, Valgerður Rúnarsdóttir og Ingunn Hansdóttir
Frá vinstri: Auður Sigrúnardóttir, Úlfar Gauti Haraldsson, Magnús Snæbjörnsson, Valgerður Rúnarsdóttir og Ingunn Hansdóttir

SÁÁ, Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil hafa gert með sér samkomulag um að auka þjónustu og bæta meðferð fyrir einstaklinga með spilavanda.

Samningurinn felur í sér samkomulag við SÁÁ um að ráðgjafi í fullu starfi og sálfræðingur í hálfu starfi sinni utanumhaldi um einstaklinga með spilavanda. Boðið verður upp á meðferð og fræðsluefni. Þá mun sálfræðingur SÁÁ standa fyrir fyrir fræðslu um spilavanda fyrir starfsfólk samningsaðila og sjálfboðaliða Hjálparsíma 1717 einu sinni á ári eða oftar ef þörf krefur.

Samningurinn er til þriggja ára.

Meðferð við spilafíkn