Barnastarf SÁÁ fær barnamenningarverðlaun 2020

Barnamenningarverðlaun 2020 til SÁÁ. Mynd: Velferðarsjóður barna

Greint er frá úthlutuninni á vef Velferðarsjóðs barna:

Barnastarf SÁÁ fær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna 2020.

Ásamt verðlaununum fær SÁÁ 5 milljónir til að efla sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eiga aðstandendur sem berjast við fíkn. Það er mat stjórnar og fagráðs Velferðarsjóðs barna að SÁÁ hafi lyft grettistaki í áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi og eflt skilning á því hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif á fjölskyldur þeirra sem glíma við hann, ekki síst börn. Það er mikilvægt að gera samtökunum kleift að bjóða öllum börnum, sem þurfa, aðstoð sálfræðings til að kljást við afleiðingar þess að alast upp við slíkar aðstæður og aðrar áskoranir sem þau mæta.

Valgerður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Velferðarsjóðsins afhenti verðlaunin, fimmtudaginn 17. desember í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar og Einar Hermannsson formaður SÁÁ og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur tóku við

Mikil og góð viðurkenning á störfum starfsfólks SÁÁ, takk fyrir okkur.