Birgitta gestur Heiðursmanna

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður Pírata, verður gestur Heiðursmanna á næsta fundi sem verður haldinn fimmtudaginn 12. mars og hefst að venju klukkan 12.

Birgitta hefur setið á Alþingi frá 2009 fyrst fyrir hönd Hreyfingarinnar en fyrir Pírata frá 2013. Hún er þingmaður Suðvesturkjördæmis.  Nánar er hægt að fræðast um bakgrunn og feril Birgittu hér.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Heiðursmenn SÁÁ er félagsskapur velunnara SÁÁ sem hittast reglulega og vinna að hagsmunamálum SÁÁ.

Þeir hittast annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og taka á móti gestum. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið [netfang]heidursmenn@saa.is[/netfang] eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.