Borgarstjóri heimsækir Vík

Í dag heimsótti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, nýja meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi og kynnti sér starfsemi samtakanna.

Talið frá vinstri: Torfi Hjaltason, Valgerður Rúnarsdóttir, Ásgerður Björnsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Páll Geir Bjarnason, Ásgrímur G. Jörundsson og Dagur B. Eggertsson

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tók á móti Degi á Vík, fylgdi honum um meðferðarstöðina og sagði frá starfseminni. Þar var nóg um að vera, enda meðferðarstarfið í fullum gangi og ánægjulegt að fá borgarstjóra í heimsókn.