Skip to content

Börn eiga foreldra sem fara í meðferð

Foreldrar biðja um meðferð við sínum fíknsjúkdómi

Börn eiga foreldra sem þurfa meðferð vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu

Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20-55 ára í innlögn á sjúkrahúsið Vog. 624 þeirra, eða 50%, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Við áætlum að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð á sjúkrahúsið Vog árið 2018.

Það er bæði vont og gott. Það er vont að börn eigi foreldra með virkan fíknsjúkdóm en gott að börn eigi foreldra sem hafa komið til meðferðar og tekið ábyrgð á fíknsjúkdómi sínum. Vonandi eiga þau börn von á betri tíð árið 2019.

Þetta eru foreldrar í viðkvæmri stöðu sem liggur gríðarlega mikið á að styðja inn í bata. Börn foreldra með fíknsjúkdóm eru í aukinni áhættu. Mikilvægt er að auka líkur foreldra á bata eins mikið og mögulegt er. Húsnæðisvandi, atvinnuvandi, fjárhagsvandi o.fl. eru vandamál sem blasa við mörgum þeirra sem koma úr meðferð. Þau sem eru uppalendur og foreldrar ólögráða barna ættu að vera í brennidepli. Það er meira í húfi en einungis bati viðkomandi, mesta forvörnin er að efla afkomu og getu viðkomandi foreldris.

Það er að hugsa til framtíðar.

Árið 2018 komu
á aldrinum 20-55 ára á Vog
áttu börn undir 18 ára
foreldrar
%

Árið 2017 komu um 1000 einstaklingar á sjúkrahúsið Vog 39 ára og yngri. Af þeim voru við komu 70% kvenna og 65% karla atvinnulausir, með óvissa atvinnu eða öryrkjar. Á göngudeild SÁÁ má sinna þessum hópi enn frekar.

Mikilvægt er að auka færni foreldra, sinna afleiðingum og áhrifum neyslu á andlega líðan, byggja upp og styrkja foreldra í því hlutverki. Það er til mikils til að vinna. Íhlutun og þjónusta þarf að koma til þeirra sem þurfa á henni að halda og geta nýtt hana. Sá tímapunktur er einmitt á þeim tíma sem einstaklingurinn er að koma úr meðferð. Tækifærin í þessari samvinnu við ríki og sveitarfélög eru mýmörg.

Einstaklingarnir í þessari stöðu, foreldrar í meðferð við fíknsjúkdómi, eru fjölmargir. Þeir eru að biðja um aðstoð og þeir eru komnir af stað í bata. Þennan hóp á að grípa og hjálpa, öllum til hagsbóta, ekki síst börnum þeirra.

Höfundur greinar