Edrúhátíð er uppáhalds í lífi mínu

Að vera bláedrú með börnunum sínum eina helgi innan um óteljandi Íslendinga,  sem eru líka bláedrú;  það er bara sérstök gjöf sem ég mæli með að allir gefi börnunum amk einu sinni á ævinni,“ segir Edda Björgvinsdóttir, sem verður á Edrúhátíðinni að Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina, í ár eins og síðustu ár.

Edda ætlar að flytja þar fyrirlestur en en þeir sem hlustuðu á fyrirlestur hennar í fyrra segja að það hafi verið svo miið hlegið að þakið hafi næstum því verið rokið af húsinu.

„Edrúhátíð er uppáhalds í lífi mínu, fyrir margra hluta sakir.,“ segir Edda. „Í fyrsta lagi er þarna óendanlega mikið uppbyggilegt í boði, – öll þessi fræðsla og öll þessi skemmtiatriði – fyrir utan það að á síðasta ári og núna í ár er hún haldin á svo fallegum stað að er yndi út af fyrir sig.“

Þeir sem vilja kynna sér dagskrá Edrúhátíðarinnar geta smelt á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð.  Verð er 6.000 krónur fyrir alla helgina en dagpassar eru í boði á 2.500 krónur. Ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára.