Elín Hirst gestur Heiðursmanna

Elín Hirst, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna, sem verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar næstkomandi og hefst að venju klukkan 12.

Elínu Hirst er óþarfi að kynna, hún var heimilisvinur landsmanna sem fréttastjóri tveggja stærstu sjónarpsstöðva landsins um árabil en starfaði síðan sjálfstætt við ritstörf, þáttagerð og fleira þar til hún var kjörin á Alþingi vorið 2013. Sjá nánar um bakgrunn og feril Elínar hér.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Heiðursmenn SÁÁ er félagsskapur velunnara SÁÁ sem hittast reglulega og vinna að hagsmunamálum SÁÁ. Þeir hittast annan hvern fimmtudag til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og taka á móti gestum.

Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.