ELKO gefur Ungmennadeild Vogs jólagjöf

jolagjof-elko

Starfsmenn ELKO komu færandi hendi og gáfu Ungmennadeild SÁÁ á Vogi 3 fartölvur í jólagjöf frá ELKO.

"Það er frábært að fá þessar fartölvur fyrir unglingana okkar. Þetta er svo sannarlega gjöf sem þau kunna að meta," segir Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur á Ungmennadeildinni á Vogi.

SÁÁ þakkar ELKO kærlega fyrir góðar gjafir!