Ertu í vanda?

Flestir sem leita aðstoðar ná árangri

Hafðu samband

Ef þú heldur að þú, eða einhver sem þér þykir vænt um, þurfi aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda talaðu þá við ráðgjafa okkar. Þeir munu taka þér vel og svara spurningum þínum. Þú getur pantað þér viðtal eða haft samband í síma 530-7600 á skrifstofutíma á virkum dögum.

Sjálfspróf geta veitt upplýsingar

Spurningalistar og sjálfspróf geta veitt gagnlegar upplýsingar og gefið vísbendingar um stöðu mála. Þú getur skoðað slíka lista með því að smella hér. Hér á vefnum eru tenglar á meiri upplýsingar um fíknsjúdóminn og meðferð SÁÁ fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur.

Flestir ná árangri

Góðu fréttirnar eru þær að flestir ná góðum árangri, sem leita aðstoðar hjá SÁÁ og horfast í augu við vandann. Meðferðin sem veitt er hjá SÁÁ getur verið mjög mismunandi, allt frá einu viðtali yfir í viðamikla meðferð sem stendur í vikur, mánuði eða ár. Rétta leiðin fer eftir því hversu alvarlegur vandi einstaklingsins er. Fyrsta skrefið er að fara í viðtal hjá áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ.

Aðstandendur þurfa líka hjálp

Aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm býðst einnig margvísleg fræðsla og meðferð á göngudeildum SÁÁ. Í boði eru fyrirlestrar, viðtöl og sérstök fjölskyldumeðferð með fyrirlestrum í fjórar vikur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta aðstandendur nýtt sér vikulegan stuðningshóp á göngudeild.

Umsagnir af Facebook

Sonur minn átti 9 mánaða edrúafmæli nú um daginn. Það var dagur sem í okkar lífi var jafnvel svolítið merkilegri en fæðingarafmælið hans. Lífsgæði eru nefnilega lítil þegar fíknisjúkdómur er virkur en mikil þegar bati næst.

Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir

Þarna hef ég komið við nokkrum sinnum sl 22 ár. Fyrsta eftirmeðferðin var á Vík árið 1996 og síðan fór ég nokkrum sinnum á Staðarfell. Nú í lok febrúar hélt ég aftur á Fellsströndina og fékk að dvelja á Staðarfelli í tæpa viku, áður en við víkingasveitin og aðrir búðingar pökkuðum saman og þar með hafði gamli húsmæðraskólinn í dölum lokið hlutverki sínu sem meðferðarheimili. Tveir fullhlaðnir langferðabílar (ekki rútur enda eingöngu karlmenn með í ferð frá Staðarfelli 🙂 voru búnir til ferðar og ekkert eftir nema að syngja loka lögin í kirkjunni. Það er stund sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þarna small allt frá fyrsta tón. Ónefndur Ási nokkur batabróðir minn spilaði snildar vel á píanóið og 30 alkóhólista kór söng af mikilli innlifun og krafti. Kirkjan á Staðarfelli í dölum var kvödd með reisn og þeirri virðingu sem þessi staður á skilið. Að söng loknum var ekið á brott og markað nýtt upphaf á Vík á Kjalarnesi. Þar með var ég kominn aftur á Vík alveg farinn á sál og líkama 22 árum síðar. Ég veit að fyrir mitt leiti væri ég ekki uppi standandi með hausinn í ásættanlegu standi nema fyrir tilstilli SÁÁ og því starfsfólki sem þar starfar og starfaði . Ég á svo sannarlega þessum samtökum lífið að launa. Takk fyrir mig.

Róbert Reynisson

Það sem SÁÁ hefur staðið á bak við mína fjölskyldu,endalaust, ég á þeim lífið sem ég á í dag að þakka,læknarnir og starfsfólk hjá þeim er frábært, ég og mínir erum endalaust þakklát þeim

Guðlaug Gestsdóttir

SÁÁ bjargaði mínu lífi og ég er endalaust þakklát þessum samtökum.

Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir

Ég er endalaust þakklát fyrir SÁÁ .Að fá alltaf að koma aftur ég og mín fjölskylda eigum ykkur allt að þakka

Ólöf Sigurðardóttir

Að halda áfram að bjarga mannslífum.

Björg Ingimundurdóttir

Bjargaði mínu lífi.....Bjargaði mörgum öðrum sem mér þykir vænt um.....Er enn að bjarga mannslífum og fjölskyldum frá sjálfstortímingu.

Steinunn Helga Snaeland-Bergendal

Ég og mínar dætur og sennilega fleyri fjölskyldu meðlimir eigum betra líf vegna SÁÁ.....takk takk svo mikið

Linda Rut Hreggviðsdóttir

Það besta sem ég hef gert í lífinu var að fara í fullt prógramm hjá SÁÁ, tvisvar; 1984 og 2001

Viglundur Sigurðsson

Fråbær stofnun

Ørn Ragnar Motzfeldt

Hjartans þakkir að vera til fyrir mig og alla hina líka

Díana Björnsdóttir

SÁÁ fær fullt hús stiga 
Svanborg Eyþórsdóttir

Ekki spurning að SÁÁ fær 5 stjörnur 
Þuríður Guðrún Aradóttir

Uppáhalds samtök mín um áfengisvandann. Fullt hús stiga.

Sveinbjörn Pálsson

Sael verid tid mer fynnst anaegjulegt ad eg skuli na tessum arangri ad na ad vera edru i1manud og 7 daga tetta er dyrmaett eg vard lika vid daudans dyr en er a lifi i dag takk fyrir studninginn og getad leitad til saa dyrmaett

Gunnar Einarsson

Frábær samtök sem hafa hjálpað þúsundum að ná tökum á lífi sínu. 
Margrét Guðmundsdóttir

HEILI-630-622
Sjúkrahúsið Vogur

Stórhöfða 45
110 Reykjavík
Sími: 530 7600

vogur@saa.is

Meðferðarstöðin Vík

162 Kjalarnes
Sími: 530-7600
Fax: 566-8230

vik@saa.is

Vaktsími kvennameðferðar: 530 7640
Vaktsími karlameðferðar: 530 7690

Göngudeildin Von

Efstaleiti 7
103 Reykjavík
Sími: 530 7600
Fax: 530-7601

saa@saa.is

Opið: mán.- fös. kl. 9.00-16.00.

Göngudeildin á Akureyri

Hofsbót 4
600 Akureyri
Símar: 530 7600, 462 7611, 824 7609

saa@saa.is

Forstjóri sjúkrahússins Vogs

Valgerður Rúnarsdóttir
Framkvæmdastjóri lækninga
Sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum

valgerdurr@saa.is

Hjúkrunarforstjóri

Þóra Björnsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

thora@saa.is

Yfirsálfræðingur

dr. Ingunn Hansdóttir
Sálfræðingur

ingunnh@saa.is

Dagskrárstjóri á Vogi

Páll Geir Bjarnason

pallb@saa.is

Dagskrárstjóri á Vík

Torfi Hjaltason

torfi.hjaltason@saa.is

Dagskrárstjóri í Von

Karl S. Gunnarsson

karl@saa.is

shutterstock_1031579890

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?

shutterstock_1031579890