Persónuleg stefnumótun

Viltu taka til í lífi þínu og láta draumana rætast?

shutterstock_152680601

Viltu finna ástríðuna í lífinu og láta draumana rætast? Það skiptir í raun engu máli hvaðan þú kemur, heldur eingöngu hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Ummæli námskeiðsgesta

Frábært námskeið!

Þetta hitti beint í mark - virkilega fræðandi, hnitmiðað og skemmtilegt.

Ég hef náð að setja mér markmið og fylgja þeim eftir.

Ég er komin með stefnu í lífinu og hlakka til framtíðarinnar.

Nú er komið að því að láta dramana rætast.

Mjög áhugavert og nýtist vel í daglegu lífi.

Mjög uppbyggilegt og er að gera manni gott.

Hef fundið fyrir almennt betri líðan. 

Ég er betur til staðar hér og nú, nota virka hlustun á  fólkið mitt og sýni meiri skilning en áður. 

Ég hef meiri þolinmæði, er rólegri inní mér, er opnari fyrir breytingum og nýjum hlutum. 

Ég finn fyrir almennt betri líðan. 

Ég hef náð að setja mér markmið og fylgja þeim eftir.

Mjög skemmtilegt námskeið.

Takk fyrir mig.  Þetta var frábært.

Með núvitund og markþjálfun

Núvitund og markþjálfun eru áhrifarík „verkfæri“ til að staðsetja sig í lífinu og finna ástríðuna innra með sér.  SÁÁ hefur fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins á þessu sviði og býður nú reglulega upp á þetta öfluga námskeið.

Næsta námskeið verður á föstudagsmorgnum í mars - 8. 15. og 22, í Von, Efstaleiti 7, frá kl. 9.00 – 11.30.

Umsjón með námskeiðinu hafa Ásdís Olsen núvitundarkennari og markþjálfi og Ingvar Jónsson stjórnunarfræðingur og markþjálfi.

Á námskeiðinu fá þátttakendum markvissa leiðsögn í að finna ástíðuna í lífi sínu, kortleggja markmiðin, virkja innri hvata og stíga fyrstu skrefin.  Á námskeiðinu er mikil áhersla lögð á sjálfsþekkingu – meðvitund um líðan, viðhorf, gildi og hegðun, sjálfsstjórn og stjálfstraust.

Námskeiðið er byggt á bókinni, Sigraðu sjálfan þig, eftir Ingvar Jónsson og núvitundarnálguninni; Finndu svörin innra með þér, eftir Ásdís Olsen.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 18 manns. Verð: 18.000 kr.
Skráning stendur yfir í Von, Efstaleiti 7, eða í síma 530 7600!
VIRK starfsendurhæfingarsjóður endurgreiðir námskeiðið

Frekari upplýsingar um innihald námskeiðsins veitir
Ásdís Olsen, asdis.olsen@saa.is

Vinnulag á námskeiðinu:

Á námskeiðinu eru stuttir fyrirlestrar og innlagnir, en megin áherslan er á æfingar og virkni þátttakenda.

Námskeiðsbæklingur fylgir og leiðsögn í núvitund á hljóðfælum.

Annað lesefni sem mælt er með:  Sigraðu sjálfan þig, eftir Ingvar Jónsson og Núvitund (Google bókin – Search Inside yourself), eftir Ched Mang Chan.

Nánari upplýsingar má finna hjá Profectus, Sigraðu sjálfan þig og hjá Mindfulness Miðstöðinni.

Nánar um innihald námskeiðs:

 • Yfirsýn yfir lykilþætti lífsins
 • Hugræna módelið
 • Gildi og viðhorf
 • Sjálfstraust
 • Heilindi
 • Styrkleikar og áskoranir
 • Innri viska
 • Tilfinningagreind
 • Heildarhugsun og samskiptagreind
 • Leikvöllur samskipta
 • Orkustjórnun
 • Þrautseigja
 • Hvað er markmiðasetning?
 • Tímaþjófar og tímastjórnun
 • Tegundir markmiða
 • Hvernig seturðu þér BE SMART markmið?

Dagur 1. Yfirsýn: Að kortleggja stöðuna

 • Hugarró og sjálfstengin
 • Afstað og hugarfar (Hugræna módelið)
 • Tilfinningagreind
 • Lífshjólið - yfirsýn
 • Ásetningur

Dagur 2. Sjálfsskoðun: Merking, tilgangur og ástríða

 • Styrkleikar – áskoranir
 • Orkustjórnun
 • Gildavinna
 • Sjálfstraust – að standa við litlu loforðin

Dagur 3: Markmiðssetning: Skref til árangurs

 • Framtíðarsýn - vitsmunasköpun – möguleikavíddin
 • BE SMART – markmiðasetning
 • GANTT plan
 • Framtíðin – vörður á leiðinni