Persónuleg stefnumótun
Viltu taka til í lífi þínu og láta draumana rætast?

Viltu finna ástríðuna í lífinu og láta draumana rætast? Það skiptir í raun engu máli hvaðan þú kemur, heldur eingöngu hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.
Ummæli námskeiðsgesta:
- Frábært námskeið til að uppgötva sjálfan sig og fá yfirsýn sem auðveldar markmiðasetningu.
- Mögnuð upplifun. Átakanlegt en mjög uppbyggilegt námskeið.
- Allt hefur breyst til hins betra – svefn, samskipti og allt saman.
- Skemmtilegt, praktískt og gagnlegt námskeið.
- Margt hefur breyst og ég er svo þakklát og hugur minn rólegri og ég yfirvegaðri.
- Þetta virkar! Gerði rosalega mikið fyrir mig til að koma mér í gang og sleppa óttanum.
- Ég upplifi meiri meðvitund um sjálfan mig, meiri lífsánægja í hversdaglseikanum, meira sjálfstraust, betri samskipti og meiri framkvæmd.
- Mér líður betur og á betri samskipti. Er rólegri og markvissari.
- Ég er meðvitaðri um mín líðan, hver ég er. og á betri samskipti við sjálfan mig.
- Ég hef meiri kjark og sjálsvinsemd.
- Frábært námskeið. Farðu á það!
- Frábært námskeið!
- Þetta hitti beint í mark - virkilega fræðandi, hnitmiðað og skemmtilegt.
- Ég hef náð að setja mér markmið og fylgja þeim eftir.
- Ég er komin með stefnu í lífinu og hlakka til framtíðarinnar.
- Nú er komið að því að láta dramana rætast.
- Mjög áhugavert og nýtist vel í daglegu lífi.
- Mjög uppbyggilegt og er að gera manni gott.
- Hef fundið fyrir almennt betri líðan.
- Ég er betur til staðar hér og nú, nota virka hlustun á fólkið mitt og sýni meiri skilning en áður.
- Ég hef meiri þolinmæði, er rólegri inní mér, er opnari fyrir breytingum og nýjum hlutum.
- Ég finn fyrir almennt betri líðan.
- Ég hef náð að setja mér markmið og fylgja þeim eftir.
- Mjög skemmtilegt námskeið.
- Takk fyrir mig. Þetta var frábært.
Með núvitund og markþjálfun
Núvitund og markþjálfun eru áhrifarík „verkfæri“ til að staðsetja sig í lífinu og finna ástríðuna innra með sér. SÁÁ hefur fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins á þessu sviði og býður nú reglulega upp á þetta öfluga námskeið.
Umsjón með námskeiðinu hafa Ásdís Olsen núvitundarkennari og markþjálfi og Ingvar Jónsson stjórnunarfræðingur og markþjálfi.
Á námskeiðinu fá þátttakendum markvissa leiðsögn í að finna ástíðuna í lífi sínu, kortleggja markmiðin, virkja innri hvata og stíga fyrstu skrefin. Á námskeiðinu er mikil áhersla lögð á sjálfsþekkingu – meðvitund um líðan, viðhorf, gildi og hegðun, sjálfsstjórn og stjálfstraust.
Námskeiðið er byggt á bókinni, Sigraðu sjálfan þig, eftir Ingvar Jónsson og núvitundarnálguninni; Finndu svörin innra með þér, eftir Ásdís Olsen.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 18 manns. Verð: 18.000 kr.
Skráning stendur yfir í Von, Efstaleiti 7, eða í síma 530 7600!
Frekari upplýsingar um innihald námskeiðsins veitir
Ásdís Olsen, asdis.olsen@saa.is
Vinnulag á námskeiðinu:
Á námskeiðinu eru stuttir fyrirlestrar og innlagnir, en megin áherslan er á æfingar og virkni þátttakenda.
Námskeiðsbæklingur fylgir og leiðsögn í núvitund á hljóðfælum.
Annað lesefni sem mælt er með: Sigraðu sjálfan þig, eftir Ingvar Jónsson og Núvitund (Google bókin – Search Inside yourself), eftir Ched Mang Chan.
Nánari upplýsingar má finna hjá Profectus, Sigraðu sjálfan þig og hjá Mindfulness Miðstöðinni.
Nánar um innihald námskeiðs:
- Yfirsýn yfir lykilþætti lífsins
- Hugræna módelið
- Gildi og viðhorf
- Sjálfstraust
- Heilindi
- Styrkleikar og áskoranir
- Innri viska
- Tilfinningagreind
- Heildarhugsun og samskiptagreind
- Leikvöllur samskipta
- Orkustjórnun
- Þrautseigja
- Hvað er markmiðasetning?
- Tímaþjófar og tímastjórnun
- Tegundir markmiða
- Hvernig seturðu þér BE SMART markmið?
Dagur 1. Yfirsýn: Að kortleggja stöðuna
- Hugarró og sjálfstengin
- Afstað og hugarfar (Hugræna módelið)
- Tilfinningagreind
- Lífshjólið - yfirsýn
- Ásetningur
Dagur 2. Sjálfsskoðun: Merking, tilgangur og ástríða
- Styrkleikar – áskoranir
- Orkustjórnun
- Gildavinna
- Sjálfstraust – að standa við litlu loforðin
Dagur 3: Markmiðssetning: Skref til árangurs
- Framtíðarsýn - vitsmunasköpun – möguleikavíddin
- BE SMART – markmiðasetning
- GANTT plan
- Framtíðin – vörður á leiðinni