Félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti göngudeild SÁÁ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti göngudeild SÁÁ, Von í Efstaleiti, í gær 3. júlí. Með ráðherranum í för voru Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður hans og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu.

Talið frá vinstri: Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ, Elly Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarráðuneytinu, Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur hjá SÁÁ, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ

Ráðherrann og fylgdarlið hans fengu ítarlega kynningu á þjónustu göngudeildarinnar. Ýmis sérfræðiþjónusta sem veitt er á deildinni tilheyrir félagsmálahluta velferðarráðuneytis og var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem sálfræðiþjónustu fyrir börn og meðferð fyrir aðstandendur.

Fundurinn var afar gagnlegur og sýndu gestirnir málefninu mikinn áhuga. SÁÁ þakkar Ásmundi Einari Daðasyni og starfsfólki hans kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.