Félagsstarf SÁÁ 2021-2022

Félagsstarf SÁÁ er nú farið af stað eftir langt hlé vegna Covid. Það byrjaði með félagsvist og dansi þann 18. september og var þátttakan góð og var dansað fram að miðnætti við undirspil Gríms sem spilar einnig með hinu vel þekkta Dansbandi.

Kennsla í línudansi er einnig byrjuð og er það í 4 vikur á þriðjudagskvöldum kl.19.30 undir leiðsögn Sólrúnar B.Valdimarsdóttur.

Þá er að byrja námskeið í samkvæmisdönsum og er það 6 vikna námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna.  Það verður á miðvikudagskvöldum kl 19.30, framhaldsnámskeið, og fyrir byrjendur kl 20.45. Það er hin frábæra Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt Ástrósu Traustadóttur sem kenna. Auður er mörgum okkar kunn og hefur kennt okkur bæði í Efstaleiti og í sínum dansskóla. Þá er Ástrós einnig mjög þekkt. Gestakennarar eru Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir sem hafa getið sér gott orð í stórum danskeppnum erlendis. Námskeiðið kostar kr. 8.000.

Þá er að geta þess að nk. laugardag eða 2. október verður kótelettukvöld sem hafa verið mjög vinsæl hjá okkur. Það er Guðmundur Hall sem framreiðir þennan frábæra mat. Bjarni Arason syngur fyrir okkur af sinni alkunnu snilld og þá er happadrætti með glæsilegum vinningum. Veislustjórn kvöldsins er í höndum Karls Matthíassonar. Að lokum mun hinn kunni Rúnar Þór ásamt hljómsveitinni Trap leika fyrir dansi.

Það er að færast mikið líf í félagsstarfið og margt til að hlakka til á dagskrá næstu mánuði. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt og leggja okkur lið eru hvattir til að hafa samband við

Írisi í síma 8987859 eða Hilmar í síma 8247646

 

Skemmtidagskrá SÁÁ 2021-2022 er eftirfarandi:

  • 29. september – Námskeið í samkvæmisdönsum
  • 2. október – Kótelettukvöld – Uppselt
  • 16. október – Félagsvist og dans
  • 30. október – Félagsvist og dans
  • 13. nóvember – Skemmtun (auglýst síðar)
  • 27. nóvember – Félagsvist og dans
  • 1. janúar – Nýársfagnaður
  • 15. janúar – Félagsvist og dans
  • 22. janúar – Þorrablót

 

Nefndin