Valmynd
english

Núvitund/mindfulness

SÁÁ býður upp á opna tíma í núvitund/mindfulness í hádeginu á föstudögum í Von, húsi samtakanna í Efstaleiti 7, Reykjavík. Tímarnir eru öllum opnir og ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig við mætingu.

Iðkunin hefst kl. 12.10 og stendur til kl.12.50.

Ásdís Olsen sér um að leiða tímana og kenna þátttakendum núvitund/mindfulness. Ásdís (BEd., MA) er Mindfulness-kennari og hefur sérhæft sig í áhrifaríkum aðferðum til að aukja hamingju vellíðan og sátt í lífi og starfi. Hún kennir jákvæða sálfræði og Mindfulness við Háskóla Íslands og starfrækir einnig Mindfulness miðstöðina, mindful.is, þar sem hún veitir einstaklingum og fyrirtækjum ýmsa þjónustu sem tengd er kennslu í mindfulness ásamt samstarfsfólki sínu.