Valmynd
english

Fundir í Von á vegum stuðningssamstaka

Ýmsir stuðningshópar, 12-spora samtök og fleiri, fá leigð afnot af aðstöðu í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, til þess að halda fundi sína.

Skrá yfir fundi, sem haldnir eru í húsinu á vegum slíkra stuðningssamtaka, er að finna í pdf-skjali hér að neðan. Athygli er vakin á því að hér er um sjálfstæð samtök er að ræða. Fundirnir eru ekki haldnir á vegum SÁÁ og eru ekki hluti af þeirri meðferð sem SÁÁ veitir. Þeir sem sækja meðferð til SÁÁ eru hins vegar hvattir til þess að sækja fundi af þessu tagi í framhaldi af meðferð hjá SÁÁ en í því sambandi gerir SÁÁ  ekki greinarmun á því hvort fundir eru haldnir í Von eða á öðrum stöðum.

AA-fundir og LSR-fundir eru haldnir fyrir fólk sem er í bata frá áfengis- og vímuefnafíkn. Al-Anon fundir eru fyrir aðstandendur, OA-fundir eru fyrir matarfíkla en GA-fundir fyrir spilasjúka.