Valmynd
english

Álfasala

Álfasalasala á vegum SÁÁ hefur farið fram árlega frá 1990 og gegnir mikilvægu hlutverki í fjáröflun samtakanna.  Tekjur af álfasölunni hafa til dæmis kostað uppbyggingu unglingadeildar við sjúkrahúsið Vog, starfsemi fjölskyldumeðferðar og einnig hafa tekjur af Álfinum gert SÁÁ kleift að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, unga fíkla og fjölskyldur.

Sölumenn finna  þann mikla hlýhug sem almenningur ber til SÁÁ. Um 2.000 manns um allt land tóku að sér sölustarf í Álfasölunni 2014. Stór hluti sölufólksins tilheyrir hópum á vegum íþróttafélaga og ýmissa samtaka sem nýta sölulaun til að kosta ýmis verkefni á þeirra vegum.

Takk fyrir að kaupa Álfinn og styðja þannig starf SÁÁ.