Valmynd
english

Vonarsalur – til leigu

Vonarsalurinn í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, er leigður út fyrir fundi og veislur. Salurinn var tekinn í notkun árið 2007 og er með fullkomnum búnaði. Hann tekur um 130 fundargesti í sæti eða um 100 veislugesti við borð.

Salurinn leigist með þeim búnaði sem í honum er, nema flygli. Salnum fylgir aðgangur að eldhúsi.

Eftirtalinn búnaður fylgir Vonarsalnum við útleigu:

  • 100 stólar (möguleg fjölgun upp í 130)
  • 24 borð (í kjallara og þarf að sækja þau þangað og skila aftur á sama stað að í lok leigutíma)
  • Borðbúnaður fyrir 100 manns (geymt í kjallara, skilist aftur á sama stað)
  • Utan skrifstofutíma er einnig aðgangur að aðstöðu kaffihússins, en þar eru sæti fyrir 25 manns við borð.
  • Myndvarpi, hljóðkerfi með þráðlausum hljóðnema, ræðupúlt, sýningartjald, ljósakerfi, þráðlaus nettenging, DVD-spilari. Í salnum er hægt að sýna myndir, vera með kynningar, spila tónlist og horfa á sjónvarp.
  • Í eldhúsi er blástursofn til upphitunar á mat, örbylgjuofn, helluborð og uppþvottavél, einnig pumpukönnur og kaffivél til að hella upp á pumpukönnur.
  • Í kjallara er kæli- og frystiskápur til geymslu á mat.

Aðstaða er fyrir hlaðboð í rými fyrir framan kaffiteríu. Leigutaki þarf sjálfur að útvega dúka, skraut og servéttur.

Leigutaka ber að skila Vonarsal í því ástandi sem hann tók við honum.

  • Leiguverð fyrir fundi er kr. 7.000 pr. klst.
  • Leiguverð fyrir veislur er kr. 60.000 dagurinn.
  • Greiða þarf leigu fyrirfram.

Starfsmaður fylgir salnum. Laun hans eru ekki innifalin í leigugjaldi. Leigutaki semur við starfsmann um laun og greiðir honum þau fyrirfram. Starfsmanni er ætlað að aðstoða leigutaka í eldhúsi og passa upp á búnað hússins. Starfsmaður getur aðstoðað við að stóla upp sal, en hann mun ekki gera það einn.

Athugið sérstaklega: Í salnum er Bosendorf konsertflygill. Hann er ekki innifalinn í salarleigunni en fæst leigður sérstaklega. Allur umgangur um hljóðfærið er bannaður nema með sérstöku leyfi.

Vegna salarleigu skal hafa samband við Ásgerði Björnsdóttur, framkvæmdastjóra, asgerdur@saa.is, í síma 530 7600 á skrifstofutíma) eða Jóhann Bjarnason, umsjónarmann, (johann@saa.is, í síma 824 7642).