Fertugasta afmælisár SÁÁ í máli og myndum

Árið 2017 voru innlagnir á sjúkrahúsið Vog um 2.200 og meiri hlutinn var tiltölulega ungt fólk, meðalaldur á bilinu 35-40 ár. Um 600 nýir sjúklingar komu til meðferðar, frá öllum landshlutum, og svo hefur verið í áratugi.

Árið 2017 niðurgreiddi SÁÁ lögbundna sjúkrahúsþjónustu til handa fólki með fíknsjúkdóm en ríkisframlag dekkar aðeins um 60% rekstrarkostnaðar meðferðarsviðs SÁÁ. Um 350 einstaklingar eru nú á biðlista eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog.

Árið 2017 rak SÁÁ göngudeildarþjónustu í Efstaleiti fyrir söfnunarfé. Þjónustan er sniðin að þörfum skjólstæðinga; boðið er upp á áfengis- og vímuefnameðferð, fjölskyldumeðferð, börn fá sálfræðimeðferð og sértæk þjónusta er fyrir aðstandendur ungs fólks. Samtals eru um 32.000 komur skráðar í göngudeildir SÁÁ á hverju ári.

Árið 2017 opnaði SÁÁ glæsilega eftirmeðferðarstöð á Vík. Þar eru sérherbergi fyrir 61 sjúkling og 8 sérútbúin fyrir fatlað fólk.

Annáll fertugasta afmælisárs SÁÁ

 

40 ára afmælisráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica

 

40 ára afmælisfundur SÁÁ í Háskólabíói

 

Opnun á Vík

 

Sjötugsafmæli Þórarins

 

Reisugildi á Vík

SÁÁ óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar stuðninginn á árinu sem er að líða!