Fíkn – íslenska leiðin á Hringbraut: Rætt við Valgerði Rúnarsdóttur

Annar þáttur af fjórum undir heitinu Fíkn – íslenska leiðin verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fimmtudagskvöldið 17. mars klukkan 20 og endursýndur klukkan 22 samdægurs.

Valgerður Í þættinum ræðir Páll Magnússon, hinn þekkti sjónvarpsmaður, við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á sjúkrahúsinu Vogi og sérfræðing í fíknlækningum.

Fyrsti þátturinn var sýndur síðasta fimmtudagskvöld en þá ræddi Páll við Þórarin Tyrfingsson, forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hægt er að horfa á þáttinn með Þórarni á netinu hér

Þættirnir Fíkn – íslenska leiðin eru samstarfsverkefni Hringbrautar og SÁÁ og fjalla um íslensku leiðina í fíknlækningum frá ýmsum hliðum en með sérstakri áherslu á starfsemina á sjúkrahúsinu Vogi og öðrum meðferðarstofnunum SÁÁ.

Þátturinn með viðtalinu við Valgerði Rúnarsdóttur verður aðgengilegur hér á saa.is frá og með föstudagsmorgni.