Fjölmennt reisugildi á Vík


Tæplega 200 gestir mættu í reisugildi SÁÁ á Vík á Kjalarnesi föstudaginn 17. mars en þar var því fagnað að ný meðferðarstöð sem verið er að byggja á staðnum er orðin rúmlega fokheld.

Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Theodór S. Halldórsson, formaður byggingarnefndar, og Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, ávörpuðu gesti sem gæddu sér á veitingum og skoðuðu þetta mikla hús sem hefur risið við hlið eldri meðferðarstöðvarinnar á Vík.

Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin þann 22. apríl sl. en ráðgert er að þann 1. september verði öllum framkvæmdum lokið á staðnum, bæði við 3.000 fermetra nýbygginguna og endurnýjun eldra 800 fermetra hússins á staðnum og að nýja meðferðarstöðin verði komin í fullan gang áður en 40 ára afmæli SÁÁ verður fagnað þann 1. október í haust.

Spessi ljósmyndari var í reisugildinu og tók meðfylgjandi myndir, sem sjást í fullri stærð ef smellt er á þær. Loftmyndina af húsinu tók Ólafur Kristjánsson úr dróna á föstudaginn.