Fjölskyldumeðferð hefst á fimmtudag

Fjögurra vikna fjölskyldumeðferð hefst í Von Efstaleiti næsta fimmtudag, 9. apríl.  Meðferðin er á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:30 -19:30 og stendur hún yfir í fjórar vikur.

Skráning fer fram á göngudeild SÁÁ Efstaleiti 7, Reykjavík, þar sem síminn er 530 7600.

Í meðferðinni er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á fíknsjúkdómum, einkennum, birtingarmyndum og hvaða áhrif fíknsjúkdómur getur haft á alla þá sem búa í návígi við hann. Þá er reynt að aðstoða þátttakendur til að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Meðferðin er tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum frá 17:30 – 19:30 í fjórar vikur. Námskeiðsgjald er 8.000 kr.

Fyrirlestrar í 4ra vikna fjölskyldumeðferðinni eru eftirfarandi:

  1. Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn
  2. Meðvirkni og hvernig hún breytir fjölskyldunni
  3. Meðvirkni og hvernig hún breytir einstaklingnum
  4. Stuðningur sem gerir ástandið verra
  5. Sjálfsvirðing
  6. Sameiginlegt kvöld
  7. Sameiginlegur bati allra í fjölskyldunni
  8. Síðasta kvöldið er Al-anon kynning

Boðið er upp á sérstakan stuðningshóp einu sinni í viku eftir að fjölskyldumeðferð lýkur.

Sjá nánar hér um þjónustu SÁÁ við aðstandendur.