Fjölskyldunámskeið haldið 15. og 16. október 2021 á Akureyri

Námskeið á vegum SÁÁ ætlað aðstandendum einstaklinga með vímuefnafíkn verður haldið á göngudeild SÁÁ Akureyri nú í október.

Á námskeiðinu verður leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdóminum, einkennum hans, birtingarmyndum og áhrifum á fjölskylduna. Einnig verður farið yfir algeng viðbrögð og líðan aðstandenda, hvernig má hrinda á stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar og ýmsar leiðir til sjálfsræktar.

Námskeiðið telur 8 tíma í heildina og er frá 14-18 þann 15. október og 16. október frá 10-14.
Tímarnir fela í sér fræðslu, umræður og verkefnavinnu.

Göngudeild SÁÁ á Akureyri er til húsa í Hofsbót 4 á annarri hæð.
Frekar upplýsingar og skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið dora@saa.is<mailto:dora@saa.is> eða í síma 530-7600.