Fjölskyldunámskeið hefst þriðjudaginn 25.maí 

Námskeið fyrir aðstandendur byrjar þriðjudaginn 25.maí  og er í fjórar vikur , á mánudögum og fimmtudögum en fyrsti dagurinn er þriðjudagur.

Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknsjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar.

Eftirfarandi erindi eru hluti af fjölskyldumeðferð:

  • Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn
  • Meðvirkni og hvernig hún breytir fjölskyldunni
  • Meðvirkni og hvernig hún breytir einstaklingnum
  • Stuðningur sem gerir ástandið verra
  • Sjálfsvirðing
  • Þróun batans – aðstandandi vs. fíkill – (gestir velkomnir)
  • Sameiginlegur bati allra í fjölskyldunni

Síðasta skipti fjölskyldumeðferðarinnar er haldin stutt kynning á starfi Al-Anon.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 530-7600. Halldóra Jónasdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, tekur við skráningum á dora@saa.is

Nánar um fjölskyldumeðferð og þjónustu SÁÁ við aðstandendur hér.