Fréttir

Móttökuritari óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá SÁÁ. Starfshlutfall er 80%. Staðan er laus nú þegar. Helstu verkefni og ábyrgð: Móttaka og skráning sjúklinga, símsvörun og ýmis tilfallandi skrifstofustörf. Menntun og hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta Gott vald á íslensku, enskukunnátta kostur Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir samningum viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum…

Lesa meria

Bifhjólasamtökin Sober Riders MC færa SÁÁ styrk

Bifhjólasamtökin Sober Riders MC hafa undanfarin 12 ár eldað gómsæta sjávarréttasúpu, svokallaða Andskötusúpu, og gefið vegfarendum á Laugaveginum á Þorláksmessu. Um leið hafa samtökin safnað fjárframlögum í bauka og gefið til góðgerðarmála. Þetta árið varð SÁÁ og sjúkrahúsið Vogur fyrir valinu og söfnuðust 310.000 kr. Sober Riders MC er alþjóðlegur bifhjólaklúbbur sem starfar meðal annars í…

Lesa meria

Guðrún Bergmann færir SÁÁ bókagjöf

Guðrún Bergmann kom og færði SÁÁ að gjöf rúmlega 300 eintök af bókinni Jákvæðar hvatningar. Um er að ræða bækur sem vegna galla í límingu (límið var gallað frá framleiðanda) teljast ekki söluhæfar. Útgáfa hennar, svo og Háskólaprent, sem prentaði bækurnar, tóku ákvörðun um að gefa bækurnar til einhverra sem gætu nýtt sér þær, þrátt…

Lesa meria

Oddfellowstúkan Bjarni riddari færir SÁÁ gjöf

Oddfellowstúkan Bjarni riddari færði ungmennahóp göngudeildar SÁÁ 450.000 kr. að gjöf í desember sl. Gjöfin er til styrktar ungmennum sem eru að ná sér á strik eftir meðferð vímuefnafíknar. SÁÁ þakkar Bjarna riddara kærlega fyrir. Gjöfin kemur að góðum notum fyrir unglingana. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar.

Lesa meria

Árið 2018 í tölum

Á árinu 2018 var fjöldi innlagna á sjúkrahúsið Vog 2.275. Þar af voru 67% karlar og 33% konur. Í tuttugu og átta daga eftirmeðferð á Vík var alls innritað 647 sinnum, þar af voru 69% karlar og 31% konur. Þjónusta á göngudeildum SÁÁ var veitt í rúmlega tuttugu og átta þúsund skipti; þar innifalin eru fjöldi…

Lesa meria

Troðfullt á jólaskemmtun SÁÁ!

Frábær þátttaka og mikið fjör var á jólaskemmtun SÁÁ sem haldin var í dag. Sigga Beinteins og Grétar Örvars héldu uppi stuðinu með aðstoð barnanna sem voru ófeimin við að stíga dans og taka lagið. Fjallressir jólasveinar kíktu í heimsókn, dönsuðu kringum jólatréð og sungu hástöfum ýmsa gamla og nýja slagara. Sveinarnir vöktu mikla kátínu…

Lesa meria

Minningarsjóður Einars Darra gefur sjúklingum á Vogi jólagjöf

Minningarsjóður Einars Darra kom færandi hendi á sjúkrahúsið Vog á aðfangadag og færði öllum sjúklingum jólagjöf. Um 60 einstaklingar eru í meðferð á Vogi yfir hátíðarnar og þar er hlýleg og góð jólastemming. Á aðfangadag var boðið upp á tónlistaratriði og eins og fyrri ár fengu allir bók í jólapakka á aðfangadagskvöld. SÁÁ þakkar Minningarsjóði…

Lesa meria

Opnunartími um jól og áramót

Mánudagur 24. desember (aðfangadagur): 9.00-12.00 Þriðjudagur 25. desember (jóladagur): Lokað Miðvikudagur 26. desember (annar í jólum): Lokað Fimmtudagur 27. desember: 9.00 – 17.00 Föstudagur 28. desember: 9.00 – 17.00 Mánudagur 31. desember (gamlársdagur): 9.00-12.00 Þriðjudagur 1. janúar (nýársdagur): Lokað Miðvikudagur 2. janúar: 9.00 – 17.00 Gefðu bata í jólagjöf!

Lesa meria

130 í meðferð á jólunum

Rúmlega 130 einstaklingar verða í meðferð hjá SÁÁ yfir hátíðarnar. Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi og starfsfólk leggur sig fram við að skapa hlýlega jólastemmningu. Eins og undanfarin ár verður boðið upp á hátíðarmat og allir fá bók í jólapakka á aðfangadagskvöld. „Meðferð á þessum hátíðardögum er fyrir suma enn meiri yfirlýsing um góðan ásetning…

Lesa meria

Velkomin í Þorláksmessukaffi

Að þessu sinni verður árlegt Þorláksmessukaffi SÁÁ, haldið á morgun, föstudaginn 21. desember kl. 15-17 í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7. Vinir og velunnarar SÁÁ, verið hjartanlega velkomin og takið fjölskylduna með!

Lesa meria