Foreldranámskeið fyrir foreldra ungmenna með fíknivanda 

Foreldranámskeið Fyrir foreldra ungmenna með fíknivanda

 

Foreldranámskeið SÁÁ er sérstaklega er ætlað foreldrum og/eða öðrum umönnunaraðilum sem eiga ungmenni (15-25 ára) í áfengis-og/eða vímuefnavanda, hvort sem þau hafi farið í meðferð hjá SÁÁ eða ekki.

Foreldranámskeiðið er byggt á gagnreyndum aðferðum eins og áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing) og CRAFT (Community Reinforcement and Family Training). Þessar aðferðir hafa reynst vel fyrir fjölskyldur fólks með fíknivanda.

Markmið námskeiðsins: 

 • Að auka þekkingu á fíknivanda ungmenna, þróun vandans og birtingarmyndum.
 • Að kenna aðferðir til að hvetja ungmenni til breytinga, fjölskyldunni allri til bóta.
 • Að efla og styðja foreldra með því að kenna leiðir til sjálfsræktar.

Fyrirkomulag námskeiðs: 

 • Námskeiðið telur 5 vikur.
 • Kennt er tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga, frá kl 16:15 til 18:15 

Umsjónarmenn námskeiðs eru: 

 • Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur.
 • Þóra Björk Ingólfsdóttir sálfræðingur.
 • Halldóra Jónsdóttir, áfengis-og vímuefnaráðgjafi.
 • Guðlín Kristinsdóttir, áfengis-og vímuefnaráðgjafi.

Eftirfarandi erindi eru hluti af Foreldranámskeiði: 

 • Fíknisjúkdómurinn og vímuefnin
 • Áhrif vímuefna á heilaþroska og hegðun ungmenna
 • Líðan foreldra og óhjálpleg viðbrögð í erfiðum aðstæðum
 • Sjálfsrækt 1: Hvað get ég gert núna í átt að betri líðan
 • Sjálfsrækt II: Hvað styrkir mig til framtíðar
 • Að framkalla jákvæðar breytingar með því að ná til áhugahvatar
 • Að auka farsæl samskipti
 • Að styrkja æskilega hegðun
 • Að leyfa neikvæðar afleiðingar óæskilegrar hegðunar
 • Bataferlið og bakslög

Námskeiðið kostar um 24.670.- eða í samræmi við verðskrá Sjúkratrygginga Íslands.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrar@saa.is

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má senda tölvupóst á foreldrar@saa.is eða hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600.