Forseti ASAM fjallar um fíknlækningar í Hringsal Landspítala

R. Jeffrey Goldsmith, forseti samtaka bandarískra fíknlækna (ASAM, American Society of Addiction Medicine) er væntanlegur hingað til lands í boði SÁÁ og flytur hann fyrirlestur um fíknsjúkdóminn og geðsjúkdóma fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk í Hringsal Landspítala, þriðjudaginn 7. júlí, kl 15-16.

Um fyrirlesturinn:

Pay No Attention to the Man Behind the Curtain: Is it necessary to look for addictions?

By R. Jeffrey Goldsmith MD, DLFAPA,FASAMgoldsmithrjeffrey
Dept of Veterans Affairs, Cincinnati VA Medical Center
Professor of Clinical Affairs, COM University of Cincinnati
President of American Society of Addiction Medicine

„Dr. Goldsmith mun fara víða í tilfellamiðaðri umfjöllun um geðsjúkdóma samhliða fíknsjúkdómum, verkjasjúklinga með fíkn og inngrip í sjúkdóminn á öllum stigum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum og félagi í ASAM.